Bílaumboðið Askja

Bílaumboðið Askja sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, smart, Kia og Honda. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina sinna.

Sleggjan

Sleggjan er alhliða þjónustuverkstæði fyrir atvinnubíla og eftirvagna og býr að áratuga reynslu og þekkingu. Árið 2021 tók Sleggjan við þjónustu og viðhaldi atvinnubifreiða frá Mercedes-Benz, Setra og Unimog vöru - og hópferðabíla og fluttist atvinnubílaverkstæði sem áður var hjá Öskju alfarið yfir til Sleggjunnar.

Hentar

Hentar langtímaleiga er félag sem einbeitir sér að langtímaleigu og þjónustu bifreiða til einstaklinga og fyrirtækja. Markmið Hentar er að mæta vaxandi kröfum viðskiptavina um aukin þægindi í rekstrar - og viðhaldskostnaði bifreiða og veita framúrskarandi þjónustu.

Lotus Car Rental

Lotus Car Rental er öflug og ört stækkandi bílaleiga og varð að dótturfélagi Vekru árið 2022. Lotus Car Rental sérhæfir sig í leigu á fólksbifreiðum til einstaklinga og líkt og önnur félög Vekru er markmið Lotus að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og gott vöruúrval.

Dekkjahöllin

Dekkjahöllin er fjölskyldufyrirtæki stofnað af Gunnari Kristdórssyni en er nú í eigu Vekra ehf. Fyrirtækið hefur verið stafsrækt í um 40 ár, byrjaði smátt en hefur vaxið jafnt og þétt og er nú með starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Dekkjahöllin sérhæfir sig í hjólbarða- og smurþjónustu.

Bílaumboðið Una

Bílaumboðið Una er umboðs- og þjónustuaðili fyrir XPENG á Íslandi. Una er að öllu leyti í eigu Vekru. XPENG er kínverskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2014 og framleiðir eingöngu 100% rafbíla. Höfuðstöðvar XPENG í Evrópu eru í Amsterdam.